Hvert skal leita.

Leitaðu ráða hjá:

  • Heilsugæslustöðvum
  • Bráðamóttöku geðdeilda
  • Sérfræðingum um geðheilsu, t.d. geðlækni, sálfræðingi, eða geðhjúkrunarfræðingi
  • Námsráðgjafa, presti eða félagsráðgjafa
  • Fjölskyldumiðstöðinni; þar er hægt að fá viðtöl fyrir foreldra með börn í vanda.
  • Ekki má hér gleyma því sem oft er mikilvægast, það er að ræða um vanlíðan sína við nána ættingja og vini.

Hér fyrir neðan eru heimilisföng og símanúmer ýmissa sem geta veitt þér hjálp og ráðgjöf:
Heilsugæslustöðvar í hverju heilsugæsluumdæmi
Sjá símaskrá

Læknavaktin
Smáratorgi 1, 200 Kópavogur
Sími: 1770

Félagsþjónusta í einstökum sveitarfélögum
Sjá símaskrá
Bakvakt Barnaverndar sveitafélaga:
Hringið í síma 112

Hjálparsími Rauða kross Íslands
Sími: 1717. Smellið á mynd.

Bráðaþjónusta geðdeilda:
Landspítali – háskólasjúkrahús
við Hringbraut, 101 Reykjavík
Sími: 543 1000

Fjórðungssjúkrahús Akureyrar
Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri
Sími: 463 0100

Geðhjálp
Túngötu 7, 101 Reykjavík
Sími: 570 1700

Vinalínan
Sími: 561 6464, grænt númer: 800 6464

Fjölskyldumiðstöðin
Heilsuverndarstöðinni
Barónsstíg 47, 101
Sími: 511 1599

Landlæknisembættið: Þjóð gegn þunglyndi
Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnes
Sími: 510 1900, fax: 510 1919
Tölvupóstur: postur@landlaeknir.is
Vefsíður: www.landlaeknir.is
www. thunglyndi.landlaeknir.is

Sjá einnig: www.umhuga.is

Það eru til lausnir ef fólki líður illa (stress, depression)

Álag, streita og kvíði.

Þegar fólk verður fyrir áföllum þarf það að muna að nauðsynlegt er að ræða málin við sína nánustu og fá hjá þeim þann stuðning sem hægt er. Flestum nægir slíkur stuðningur en fyrir þá sem af einhverjum ástæðum geta ekki rætt við sína nánustu eru önnur úrræði í boði. Ef fólk finnur fyrir kvíða, depurð eða einkennum þunglyndis eða þekkir einhvern sem það hefur áhyggjur af eru margvíslegar leiðir til að leita aðstoðar.

Það eru til lausnir og hjálpin er nær en þig kann að gruna, þar á meðal eru:

Heilsugæslan; heimilislæknar og hjúkrunarfræðingar.

1717 hjálparsími Rauða Krossins.

Ráðgjöf á vegum geðdeildar Landspítala í Heilsuverndarstöð verður opnuð á næstu 1–2 sólarhringum.

Ráðgjafarstöð heimilanna.

Göngudeildir geðdeilda Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri.

Göngudeildin Von við SÁÁ (í erfiðum aðstæðum aukast líkur á falli).

Ráðgjafarstöð á vegum félagsmálaráðuneytis (verið að setja upp).

Aðstoð við fólk í vanda á vegum félagsþjónustu sveitarfélaga

Fjölskyldumiðstöð á Háleitisbraut.

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar.

Vaktþjónusta heilsugæslunnar.

Sérfræðistofur geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa.

Langvarandi álag, streita og kvíði geta valdið þunglyndi ef ekkert er að gert, þ.e. ef fólk hlúir ekki að sér og sínum nánustu eða leitar þeirrar aðstoðar sem í boði er. Munum að þegar rætt er um þunglyndi þá verið að ræða sjúklegt ástand sem hefur staðið samfellt í a.m.k. 14 daga og getur þróast í alvarlegan sjúkdóm. Við þurfum þó fyrir alla muni að gæta þess að líta ekki á áhyggjur af aðsteðjandi efnahagsvanda eins og um sjúkdóm sé að ræða.


Látið áfengi í friði
Það er einnig ástæða til á að hvetja fólk sem hefur þungar áhyggjur til að láta áfengi eða önnur vímuefni í friði vegna þess að neysla þeirra losar um hömlur og getur gert ástandið mun verra. Áfengisneysla getur til að mynda aukið á samskiptaerfiðleika, komið af stað pirringi, valdið reiði og vakið bæði vonleysi og neikvæðar hugsanir um tilgangsleysi.


Að lokum skal bent á meiri fræðslu um þessi efni á vefjunum

http://www.thunglyndi.landlaeknir.is/ og

http://www.umhuga.is/, en þar er listi yfir enn fleiri staði sem hægt er að leita til

(http://www.umhuga.is/I-vanda-Hvert-leita-eg). Sjá ennfremur:

Hugum að velferð barna.


1717 Hjálparsími Rauða krossins

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna kvíða, þunglyndis, depurðar, efnahagsáhyggja eða jafnvel sjálfsvígshugsana. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 eru þjálfaðir í að veita upplýsingar um samfélagslega þjónustu og úrræði fyrir þá sem vita ekki hvert á að snúa sér til þess að takast á við sín vandamál. 1717 er einnig hluti af almannavörnum og veitir upplýsingar til  almennings þegar neyðarástand ríkir í landinu eða vegna fjöldaslysa. Allir sem starfa við 1717 eiga það sameiginlegt að vilja sýna náungakærleika og vera til staðar fyrir þá sem þurfa á einhverjum að halda til að ræða við.

Hjálparsími Rauða krossins er landsverkefni allra deilda Rauða krossins og í samstarfi við Landlæknisembættið, Neyðarlínuna og geðsvið Landspítala – háskólasjúkrahúss.


Hjá Hjálparsímanum starfa um 100 sjálfboðaliðar auk starfsmanna. Allir hafa hlotið þjálfun í virkri hlustun, sálrænum stuðningi, skyndihjálp, viðtalstækni, og fleira. Að auki stendur Hjálparsíminn tvisvar á ári fyrir svokölluðum átaksvikum til að bregðast við aðstæðum í þjóðfélaginu eða til að vekja athygli á ákveðnum málaflokkum og málefnum.  Sjálfboðaliðarnir fá þá sérstaka fræðslu um málaflokkinn og hafa á reiðum höndum upplýsingar um úrræði í þeim efnum. 15-22.  febrúar 2009 verður átaksvika um forvarnir gegn einelti hjá 1717. Aðilar frá Jerico hafa í því tilefni veitt fræðslu til handa sjálfboðaliðum og starfsmönnum Hjálparsíma Rauða krossins svo þeir séu betur í stakk búnir til að taka á móti erfiðum símtölum er tengjast einelti.

Sjálfboðaliðar og starfsmenn 1717 tóku á móti 21.627 símtölum yfir árið 2008 sem eru tæplega fimm þúsund fleiri símtöl en bárust á árinu 2007. Símtölin eru af ýmsum toga en eru grófflokkuð í eftirfarandi flokka: Sálræn vandamál, félagsleg vandamál, heilbrigðis vandamál, kynferðismál, neysla áfengis, ofbeldi og annað.

Rúmlega tíu þúsund símtöl á árinu voru flokkuð sem sálræn vandamál en undirflokkar þar eru: Átröskun, eigið sjálfsvíg, einelti/stríðni, einmana/leiði, geðröskun, kvíði/fælni, sjálfsmynd, sorg/söknuður og þunglyndi.

Fólk sem hringir vegna sálrænna vandamál leitar helst eftir stuðningi og huggun – sjálfboðaliðar veita þeim virka hlustun og benda á möguleg úrræði til þess að draga úr vanlíðan þeirra. Alvarlegustu símtölin eru sjálfsvígssímtöl en sjálfboðaliðar 1717 hafa allir fengið viðamikla þjálfun í að bregðast rétt við þeim símtölum. Hjálparsíminn er sem fyrr segir í samstarfi við Neyðarlínuna og geðdeild Landsspítalans og getur leitað bjarga til þeirra ef einstaklingur á línunni er í lífshættu.


Símtöl af félagslegum toga sóttu á í október og nóvember 2008 þegar kreppan skall á. Um er að ræða símtöl sem snúast um atvinnuleysi, fjármál, forræðisdeilur, húsnæðismál, námsörðugleika, samskiptaörðugleika/missætti, skilnað, vanrækslu, ástarmál og afbrot. Fólk sem hringir vegna félagslegra vandamála þarf oft bæði virka hlustun og upplýsingar um samfélagsleg úrræði og þjónustu – hvert það getur leitað lausna við sínum vandamálum.

Hjálparsími Rauða krossins er fyrir alla þá sem þurfa að ræða málin – einkunnarorð 1717 eru hlutleysi, skilningur, nafnleysi og trúnaður. Síminn er opinn allan sólahringinn allan ársins hring, gjaldfrjáls og það birtist ekki á símareikningnum að hringt hafi verið í 1717.

Published in: on December 14, 2008 at 12:01 pm  Leave a Comment